Var hádegisverðurinn ókeypis?

Milton Friedman og Hannes Hólmsteinn eru sammála um að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis. Ætli félagar Hannesar í Sjálfstæðisflokknum séu sammála þessu? Og ef svo er, hvað kostaði þá hádegisverðurinn. Það fæst væntanlega mikið fyrir 25 milljónir og eins fyrir 30 milljónir.
Spennandi að heyra hvert svarið verður.

Post a comment or leave a trackback: Trackback URL.

Athugasemdir

  • stefán benediktsson  On apríl 9, 2009 at 5:02 e.h.

    Einhver bloggarinn líkti þingmönnum Sjálfstæðisflokksins við sjálfsala, Sjálfsalaflokkurinn, settu pening í raufina og þú færð það sem þú borgar fyrir.

  • kolbeinn  On apríl 9, 2009 at 6:05 e.h.

    Voru ekki eigendur Landsbankans á þessum tíma einfaldlega að greiða flokknum fyrir að fá að kaupa bankann. Frægur er fundur Bjögga og DO og viðsnúningur DO gegn dreifðri eignaraðild. Af hverju er ekki spurt hvort LÍ hafi greitt viðlíka upphæðir árin á undan frá 2003-5. Og var kannski sama uppá teningnum með KB og Framsókn. Djöful skína helmingaskiptin í gegn nú þegar þúfum er velt.

  • vilhjálmur  On apríl 9, 2009 at 11:19 e.h.

    Þorgerður Katrín er fámál, Ætli að hún hafi reddað styrk hjá Kaupþing? Allavega fékk hún og Kristján Arason lán,máske var það bara fyrir Hesthúsinu!

  • Bryndís  On apríl 10, 2009 at 11:04 f.h.

    Fyndin pæling! … en því miður virðumst við vera að borga þennan lunch og brunch, ásamt öllum hinum hádegisverðunum.

  • Nýi Dexter  On apríl 10, 2009 at 11:49 f.h.

    Tjöru og fiður.

Færðu inn athugasemd