Sprengisandur

imagesHvað sagði Lilja?

Hvað sagði Lilja Mósesdóttir á Sprengisandi á sunnudaginn? Jú, hún sagðist ekki útiloka að skila láninu og afþakka frekari aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lilja sagði þetta þar sem hún sagðist trúa að okkur gengi betur að verja okkar mál og semja en mögulegt var síðasta haust, þegar allt hrundi.

Getur verið að þetta sé rétt hjá Lilju? Að við getum losnað úr klóm veðmangarans sem setur okkur vonda kosti?

Peningamálastefnan og landsfundir

Aðalgestur Sprengisands á morgun verður Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Arnór hefur mikla reynslu af starfi innan bankans, þekkir því fortíðina og eins veit hann í hvaða stöðu við erum núna, svo sem hvaða peningamálastefna er rekin hér á landi. Hann mun tala um verðtryggingu, verðhjöðnun, galin útlán bankanna og hversu þeir voru illa farnir áður en þeir féllu endanlega.

Landsfundir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru þessa helga. Stjórnmálafræðingarnir Baldur Þórhallsson og Einar Mar Þórðarson mæta og greina í stöðuna.

Steingrímur á Sprengisandi

Steingrímur J. Sigfússon verður á Sprengisandi á sunnudaginn. Fyrir okkur sem horfum á að áhuga finnst kannski merkilegast að ríkisstjórn hinna miklu verka hefur sett ein lög, rekið Davíð Oddsson. Hvers vegna hefur svo fátt gerst? Steingrímur svarar því á sunnudaginn.

Vilhjálmur Egilsson og Ólafur Ísleifsson segja okkur hver staða okkar er í raun og veru og veitir ekki af eftir misvísandi fullyrðingar síðustu daga. Og að lokum mæta Helga Vala Helgadóttir laganemi og blaðamaður, Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Magnús Halldórsson blaðamaður á Mogganum.

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra verður fyrsti gestur Sprengisands á sunnudaginn.

Þegar Ögmundur kveður mæta í hljóðver Helga Sigrún Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Þórlindur Kjartansson.

Síðan mætast Bjarni Benediktsson sem vill verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og Árni Páll Árnason sem vill verða næsti varaformaður Samfylkingarinnar.

Hægt er að hlusta á bylgjan.is – en eins eru þar vistuð öll samtöl úr þáttunum og þess vegna er hægt að hlusta á einfaldan hátt á eldra efni.