Monthly Archives: ágúst 2009

Að sigra heiminn

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarnan sett að veði.)

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.

Steinn Steinarr bregst ekki.  Þetta er svo sannarlega lýsing af bissnessmönnum samtímans. Alvöruleysið, veðsetningarnar og svo verða afleiðingarnar okkar hinna. En að taka í nefið, á kannski ekki við lengur. Allavega ekki almennt.

Dæmi um óréttlæti

Eins og í okkar tilfelli er maðurinn minn fyrirvinnan. Við eigum fjögur börn á aldrinum þriggja til tíu ára, við tókum á sínum tíma þá ákvörðun að ég yrði heima meðan börnin væru lítill og maðurinn minn myndi sjá fyrir fjölskyldunni með að fara á sjó.
Við erum gift, samsköttuð og allt sem því fylgir.
Síðan núna er búið að setja á þennan hátekjuskatt, það hvarlaði ekki annað að okkur en þetta væri samanlagt 700 þús og svo 700 þús fyrir mig þar sem við erum jú, gift og samsköttuð. Við fórum svo að athuga þetta og komumst að því að þetta er 700 þús fyrir okkur bæði því hátekjuskatturinn sé einstaklingsmiðaður en ekki tekið mið af samanlögðum tekjum hjóna.
Í þessu er ekkert tekið tilllit til fjölskyldustærðar né annað og eins og ég var búin að koma að þá eigum við fjögur börn og því fylgir að við þurfum stærra húsnæði, stóran bíl og góðan slatta af útgjöldum eins og gengur og gerist þegar fólk á mörg börn….sem kallar á hærri tekjur hjá manni sem er einn að sjá fyrir 6 manna fjölskyldu.
Síðan geta hjón verið bæði að vinna úti og jafnvel bara með eitt barn, og það má þá hafa sitt hvort 700 þús kallinn, eða 1400 þús saman áður en þau fara að borga hátekjuskatt. Eini munurinn þarna er að það eru TVEIR að vinna fyrir EINU heimili í staðinn fyrir hjá okkur er EINN að vinna fyrir EINU heimili. Þegar minn maður er kominn með upp í 1400 þús í laun er hann búinn að borga hátekjuskatt frá 700 þús, en þessu hjón borga engan hátekjuskatt…….þetta eru tugir þúsunda sem er verið að mismuna fólki með í hverjum einasta mánuði.
Og ég sé svakalega mikið eftir þessum pening þegar svona eru búið um hlutina.  Ég tek það fram að ég er í sjálfu sér ekki á móti að borga hátekjuskatt því maður veit að eitthvað þarf að gera…..bara ekki í því formi sem þetta er sett fram núna.
EN svo þegar kemur að því að fá barnabætur eða vaxtabætur þá er allt í einu tekið mið að samanlögðum tekjum hjóna og þar sem maðurinn minn hefur það miklar tekjur (sem betur fer) þá fæ ÉG engar barnabætur…
þarna er þetta einstaklingsmiðaða bla,bla,bla allt í einu fokið út um veður og vind !!!
Svo er það annað sem er líka allt í lagi að koma að, það er að hátekjuskattur er alltaf greiddur um hver mánaðarmót og þannig að ef einstaklingur er vegna einhverra hluta vegna með tekjur yfir 700 þús einn mánuðinn og undir mörkum alla aðra mánuði þá þarf hann samt að borga hátekjuskatt af þessum eina mánuði, svo ætlar ríkið að liggja með peninga þessa einstaklings og endurgreiða honum í ágúst á næsta ári ef hann hefur ofgreitt, því þetta er svo jafnaðu út yfir árið þannig að ef hann hefur greitt hátekjuskatt t.d bara einn mánuð á árinu og er undir alla aðra mánuði þá á hann inni hjá ríkinu
Ég er bara ekki að sjá rökin í þessu og finnst þetta alveg gjörsamlega siðlaust og spyr mig hvort þetta hreinlega standist lög.
Ég hringdi í Lilju Mósesdóttur og spurði hana út í þetta því ég var bara ekki að trúa þessu og jú fékk að vita að svona væri þetta, svarið sem ég fékk var nú ekki beisið því hún sagði mér að að það væri val um að búa í einstaklingsmiðuðu þjóðfélagi og svo eitthvað sem ég man ekki orðið á en það var semsagt samanlagðar tekjur hjóna, og þau hefðu valið að lifa í einstaklingsmiðuðu þjóðfélagi….ég spurði hana þá hvort ég passaði þá bara ekkert inni þetta þjóðfélag og þá tjáði hún mér að ég hefði alveg val um hvort ég vildi vinna úti eða ekki…..en stundum eru hlutirnir bara þannig að það er ekki spurt að því hvort maður vilji eða vilji ekki þar sem aðstæður hjá fólki eru misjafnar og aðstæðurnar hjá okkur eru þannig að ég get ekki unnið úti.
Ég spurði hana þá hvort ég fengi þá ekki fullar barna og vaxtabætur þar sem ég sýndi ekki fram á nein laun þar sem við lifðum í einstaklingsmiðuðu þjóðfélagi og þá var heldur betur fátt um svör og sagði hún mér að þetta væri ekki alveg gallalaust !!!!!
Ég sendi VG póst fyrir kostningar og spyrði í sambandi við hátekjuskatt og eignarskatt þar sem ég var mjög efins um hvað ég átti að kjósa og leyfi svarinu að fylgja hér með sem ég fékk:

Kærar þakkir fyrir fyrirspurnina.

Skattatillögur Vinstri grænna ganga útfrá því að einungis þær tekjur sem einstaklingar hafa umfram 500.000 krónur bera 3% hátekjuskatt, og einungis þær tekjur sem einstaklingar hafa umfram 800.000 krónur bera 8% hátekjuskatt.

Þetta þýðir til að mynda að einstaklingur sem hefur 550.000 krónur í mánaðarlaun greiðir 3% hátekjuskatt af 50.000 krónum, samtals 1500 krónur. Á sama hátt greiðir einstaklingur sem hefur 850.000 krónur í mánaðarlaun 3% skatt af 300.000 krónum og 8% skatt af 50.000 krónum, samtals 13.000 krónur.

Tillögurnar taka mið af því að hjón og fólk með sameiginlegan fjárhag megi hafa 1.000.000 kr í mánaðartekjur án þess að greiða hátekjuskatt og 1.600.000 kr í mánaðarlaun án þess að fara inn á 8% þrepið. Þetta þýðir að ef annar einstaklinga með sameiginlegan fjárhag hefur 700.000 krónur í tekjur en hinn aðeins 300.000 krónur sleppa hjónin við að borga hátekjuskatt. Ef annar einstaklinganna er með 1.200.000 krónur í mánaðarlaun en hinn 400.000 krónur greiða hjónin aðeins 3% hátekjuskatt af þessum 600.000 krónum sem þau hafa í tekjur umfram milljón, en þurfa ekki að greiða 8% hátekjuskatt.

Tillögurnar taka einnig mið af því að fólk geti verið með misjafnlega háar tekjur yfir árið. Einstaklingur þarf ekki að greiða hátekjuskatt nema hann hafi meira en 6.000.000 krónur í árstekjur, sama hvernig launin dreifast á launatímabil ársins.

Með þessum tillögum er verið er dreifa skattbyrðinni með auknum hætti á hátekjufólk og aðstæður skapaðar til að verja fólk með lágar tekjur og millitekjur.

Hvað eignaskattinn varðar, þá hefur hann aðeins verið nefndur sem tillaga sem hvorki er að finna í stefnuskrá okkar eða kosningaáherslum. Allar hugmyndir um eignaskatt miða einungis að því að leggja örlítið álag á stóreignafólk með mjög háar tekjur, alls ekki venjulegar fjölskyldur í eigin íbúðarhúsnæði. Slíkt kæmi aldrei til greina og stríðir gegn stefnu Vinstri grænna um félagslegt réttlæti.

Með von um að þetta svari spurningum þínum.

Bestu kveðjur,

Þórunn Ólafsdóttir „

Eitthvað hefur þetta skolast til hjá þeim, enda ekkert nýdæmi að kostningloforð séu svikin.

Bjarni og villta vestrið

“En við viljum ekki að hérna verði hlutirnir bara eins og í villta vestrinu þar sem er í lagi að fara á svig við lög og reglur.” Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu.

Öfugt við flesta harmar hann lekann á lánabókinni. Hefðu stjórnendur Kaupþings unnið samkvæmt orðum Bjarna hefði enginn leki verið, engar fréttir eða ekkert annað. Það er sennilega vegna þess að farið var á svig við lög og reglur sem lánabókinni var lekið og að er sennilega þess vegna sem staða okkur eins ömurleg og raun ber vitni.

Forsetinn og Davíð Oddsson

Einu sinni sagði Davíð Oddssonforsetinn væri vanhæfur þar sem dóttir hans starfaði hjá Baugi. En hvað með sýslumanninn, embættið hans setti lögbann á fréttir, og synir hans, allavega sonur, tengjast málinu? Gengur ekki upp.

Fyrirsögn

Trúnaður banka og viðskiptavinar hornsteinn bankaviðskipta

Þetta er fyrirsögnin á Pressu Björns Inga.

Skömm

Hafi Kaupþing, gamalt og nýtt, skömm fyrir skræfuskapinn. Við verðum að fá vita allt sem varð til þess að við erum svona illa leikinn. Svo er það reynslan að valdið spilar með valdinu. Ekkert hik hjá sýslumanninum að reyna þöggun. En straumurinn í samfélaginu er kröftugri en gamalt og nýtt Kaupþing, kröftugri en sýsli, kröftugri en lánaforréttindahópurinn.
Ofan allt á íslenska þjóðin ömurlegar kráarkeðjur. Vegna Hreiðars Más og Sigga og hinna sem sátu í stjórnum og lánanefndum. Ömurlegir gaurar.