Flenronflokkurinn og trúverðugleikinn

 valhollÞað er ekki bara hallærislegt, það er líka nokkuð hlægilegt að það skuli vera Sjálfstæðisflokkurinn sem þáði ótrúlega fjárhæð frá FL-group, fyrirtækinu sem foringi flokksins kallaði Flenron. Kjartan Gunnarsson, sem var varaformaður bankaráðs Landsbankans, skveraði svo 25 milljónum frá bankanum til flokksins.

Óhamingja Sjálfstæðisflokksins er algjör. Fylgið hrynur af flokknum og á sama tíma sannast að hann hefur verið í sérstöku fjársambandi við það fyrirtæki sem foringi flokksins hafði mesta óbeit á.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að sanna með ótvíræðum hætti hvort tengsl eru milli ákvarðana kjörinna fulltrúa flokksins og framlaga til hans. Það sem hingað til hefur verið sagt er ekki ýkja trúverðugt.

Fyrir nokkrum árum talaði ég við Kjartan Gunnarsson, vegna andúðar foringjans og annarra á Fréttablaðinu, þar sem ég var fréttastjóri. Eignarhald á Fréttablaðinu var falið á þeim tíma og Kjartan sagði við mig að meðan svo væri yrði blaðið ekki trúverðugt, eða eitthvað í þá áttina. Ég sagði við hann sama gilda um Sjálfstæðisflokkinn. Meðan flokkurinn gæfi ekki upp hvaða fyrirtæki og auðmenn legðu honum til peninga, væri flokkurinn ekki trúverðugur. Ekki ber að trúa að flokkurinn, sem lengst barðist gegn því að fjármál flokkanna yrðu takmörkuð og þeim gert að gera grein fyrir fjárreiðum sínum, hafi ekki fleiri sögur að segja okkur.

Það er ekki lítið verk sem Bjarni Benediktsson hefur tekið að sér. Þetta mikla vígi íslenskra stjórnmála er í verulegum vanda. Ef flokksins á ekki að bíða smán í kosningunum verður að takast að koma með sterka málefnastöðu, og það strax. Evrópusinnar eru að yfirgefa flokkinn og öruggt er að Flenronmálið mun ekki styrkja flokkinn. Það er svo sem allt í lagi að endurgreiða peningana, en það breytir ekki því að flokkurinn hefur þegið peningana og hvað hann gerir þegar það kemst upp er bara allt annað mál og bjargar engu.

Post a comment or leave a trackback: Trackback URL.

Athugasemdir

  • Freyr  On apríl 9, 2009 at 9:21 f.h.

    Heyrdu, ég segi nú bara eins og Steingrímur J: edlilegast ad allir flokkar opni bókhald sitt. Og er ég nú enginn sérstakur VG madur. Thad er bara tannig ad thótt xD sé í skítnum núna (uppfyrir haus) thá eru adrir flokkar sem hafa sitt bókhald lokad ekki heldur trúverdugir, eda hvad? Tess vegna skal madur nú fara varlega í ad fordaema einn flokk á medan upplýsingar skortir hjá ödrum. Hvad vitum við kjósendur annad en t.d. ad thessi nefndu fyrirtaeki hafi ekki líka styrk t.d Samfylkinguna sömu upphaedum, eda kannski jafnvel haerri. Hefur thú eitthvad í höndunum sem talar á móti thví?

    Nákvaemlega með thínum rökum má segja að allir flokkar med lokad bókhald njóta ekki fulls trúverduleika.

    Hvad vardar xD er thetta fúlt fyrir kjósendur og ljótt. Má ekki gera ráð fyrir ad svipad gildi um suma adra flokka?

  • Guðmundur Gunnarsson  On apríl 9, 2009 at 11:34 f.h.

    Sjálfstæðisflokkurinn á að fagna þessum uppljóstrunum og að það verði farið í nákvæma rannsókn á fjármálum flokksins í gegnum tíðina og þá í samhengi við stóra pólitíska atburði í landinu, og byggt upp nýjan flokk frá grunni.

    Baugsflokkinn Samfylkinguna þarf að taka sömu tökum og líka þátt Alýðuflokksins og ekki síður ástæða að ætla að samslags hlutir hafi verið í gangi hjá Framsókn, og fáránlegt að ef Vinstri græn fari ekki líka fram á rannsókn til að sýna fram á meint sakleysi sitt og líka þátt Alþyðubandalagsin, til að átta sig betur á samhengi stjórnmálanna og mátt auðsvína í þeim.

    Enginn sem hefur ekki nokkuð að fela, getur viljað standa í vegi við jafn sjálfsagðri skoðun, og það fyrir kosningar, og ríður á að allt verði komið upp á borðið fyrir þær, sem getur ekki verið flókið verk.

  • Sigurður Einarsson  On apríl 9, 2009 at 3:13 e.h.

    Að setja lög um hámarksupphæðir framlaga til stjórnmálaflokka upp á 300 þús og auka framlög ríkisins í staðin, en þykkja 55 millur 3 dögum áður fyrir lagasetninguna er slíkt siðleysi að þeir sem eru núna í flokknum eru samábyrgir. Ef þeir hins vegar yfirgefa flokkinn eru þeir búnir að firra sig ábyrgð.

    Svo er það mælikvarði á siðferði íslensku þjóðarinnar hve mikið spilltur flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn fær í fylgi. Ef flokkurinn fær 10% þá má draga þá ályktun að 10% þjóðarinnar er siðspilltur.

  • GG  On apríl 9, 2009 at 4:13 e.h.

    Sammála Sigurði um að sá hluti þjóðarinnar sem kýs Sjálfstæðisflokk ER siðspilltur. Hef verið að hugsa um eitt, þetta argaþras þeirra á þinginu núna, skyldu þingmenn sjallana sem halda uppi hvað mestu málþófi fá sérstaka styrki í kosningabaráttu sína frá LÍÚ ? Útgerðarmenn mega ekki til þess hugsa að þjóðin eignist auðlindirnar eða fiskinn í sjónum. Ætli þeir verðlauni þá ekki með digrum sjóðum í staðinn fyrir málþófið???’

Færðu inn athugasemd