Monthly Archives: mars 2017

Flokkar á skilorði

Skoðanakönnun 365 sýnir miklar hræringar í íslenskum stjórnmálum. Þrír flokkar eru í frjálsu falli; Framsókn, Viðreisn og Björt framtíð.

Breytingarnar eru það miklar, ekki síst hjá litlu stjórnarflokkunum, að vandséð er að þeir eigi sér bjarta framtíð. Mikið þarf að gerast til að þeir nái vopnum sínum.

Ég birti hér viðtal sem ég átti við Jón Gunnar Bernburg, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands þegar ég starfaði á Hringbraut, en hann rannsakaði Búshaldabyltinguna og eins Panamamótmælin.

Meðal annars er kýrskýrt að það er fólkið, kjósendur, sem ráða hvenær er kosið til Alþingis.

Þjóðin hefur tvisvar krafist kosninga. Í bæði skiptin leiddu inngrip þjóðarinnar til þess sama, það var kosið. Þeir flokkar sem nú eru í stórhættu verða að hafa þetta hugfast. Misstigið þeir sig, það er breyti þeir gegn vilja þjóðarinnar, mega þeir búast við að kosið verði að nýju.

Þeir ráða engu um hvort svo verður. Það gerir fólkið. Kjósendur. Veikir flokkar eru á skilorði.

Flokkar á skilorði

Skoðanakönnun 365 sýnir miklar hræringar í íslenskum stjórnmálum. Þrír flokkar eru í frjálsu falli; Framsókn, Viðreisn og Björt framtíð.

Breytingarnar eru það miklar, ekki síst hjá litlu stjórnarflokkunum, að vandséð er að þeir eigi sér bjarta framtíð. Mikið þarf að gerast til að þeir nái vopnum sínum.

Ég birti hér viðtal sem ég átti við Jón Gunnar Bernburg, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands þegar ég starfaði á Hringbraut, en hann rannsakaði Búshaldabyltinguna og eins Panamamótmælin.

Meðal annars er kýrskýrt að það er fólkið, kjósendur, sem ráða hvenær er kosið til Alþingis.

Þjóðin hefur tvisvar krafist kosninga. Í bæði skiptin leiddu inngrip þjóðarinnar til þess sama, það var kosið. Þeir flokkar sem nú eru í stórhættu verða að hafa þetta hugfast. Misstigið þeir sig, það er breyti þeir gegn vilja þjóðarinnar, mega þeir búast við að kosið verði að nýju.

Þeir ráða engu um hvort svo verður. Það gerir fólkið. Kjósendur. Veikir flokkar eru á skilorði.

Viðreisn og Björt; takk fyrir komuna

Niðurstaða skoðanakönnunar 365 er með ólíkindum.  Vitað er að samfylgd með Sjálfstæðisflokki leikur minni flokka illa. En fyrr má nú rota en dauðrota. Björt framtíð og Viðreisn virðast ekki eiga sér viðreisnar von. Höggið er fast, það er rothögg. Eftir örfáar vikur í samstarfinu mælast flokkarnir báðuir fjarri nógu stórir til að fá þingmenn kjörna.

En hvers vegna segja kjósendur nei, við flokkana tvo? Og hvers vegna eykur Sjálfstæðisflokkurinn við sig fylgi? Eflaust eru mörg svör við þessum spurningum.

Byrjum á Viðreisn. Flokkurinn fórnaði stefnunni þegar hann gekk Sjálfstæðisflokknum á hönd. Sérstaða Viðreisnar sést hvergi. Viðreisn virkar sem dæmigerður íhaldsflokkur á íslenskan máta. Eina lífsvon helstu þingmanna og ráðherra Viðreisnar er að renna í hlaðið á Valhöll og hætta þessu sprikli. Leggja flokkinn niður. Skila sér heim. Gleyma mannalátunum. Nema þá að fólkinu takist að spýta í lófana. Sýna sérstöðu.

Björt framtíð er í vondum málum. Óttarr formaður á eftir að borga rúllugjaldið að ráðherrastólnum. Það er að kvitta upp á einkasjúkrahúsið við Ármúla. Aðrir þingmenn hafa ratað í vanda. Sjálfviljugir. Einn er á tvöföldum launum, annar tuðar undan umræðu um fátækt og svo er umhverfisráðherrann á flótta undan eigin stefnu. Möguleikar Bjartrar framtíðar eru síðri en Viðreisnar. Viðreisn getur skilað sér heim í Valhöll. Slíkt bakland á Björt framtíð ekki.

Saman hafa þessir samgrónu flokkar skapað sér þá stöðu sem þeir eru nú í. Þeim er hafnað.

Hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt er önnur spurning. Auðveldasta svarið er bara það; svona eru Íslendingar.

Niðurstaða könnunarinnar er þessi:

Sjálfstæðisflokkur fengi 32,1%

VG fengi 27,3%

Píratar fengju 14,3%

Samfylkingin fengi 8,8%

Framsókn fengi 7,0%

Björt framtíð fengi 3,1%

Viðreisn fengi 3,1%

Flokkur fólksins fengi 2,7%.

Prufa

Prufa

Dragið úr fjandans okrinu

Áður en við tökum umkvartanir ferðaþjónnustunnar inn á okkur, verðum við að gera þá kröfu að fyrst verði dregið úr hinu gegndarlausa okri, sem er stundað og hefur verið stundað hér á landi.

Vissulega er gengi krónunnar afbrigðilega hátt. Aðrar atvinnugreinar eiga meira bágt en ferðaþjónustan. Nýusköpunarfyrirtæki eiga sannarlega erfitt vegna stöðu krónunnar. Af þeim má hafa áhyggjur, langtum frekar en ferðaþjónustunni.

Ferðaþjónustan getur byrjað á að laga til heima fyrir. Hvergi, svo vitað sé, kosta bílaleigubílar meira en hér á landi. Fátítt er að hótel, og önnur gisting, kosti meira í öðrum löndum en hér hjá okkur. Sama má segja um veitingar hér og þar. Flest er á sömu bókina lært. Okkur blöskrar.

Meira að segja kostar kalt vatn komið á flösku nokkru meira en bensínlítri, sem þó er sogaður upp úr jörðinni fjarri Íslandsstörndum, unninn í olíuhreinsunarstöð og ég veit ekki hvað. Síðan er siglt með hann langa leið. Hingað kominn á dælu, með öllum álögum olíufélaganna, sköttum ríkisins og öllu heila klabbinu, kostar hann minna en kalt íslenskt vatn á plastflöksu. Þetta er bara ekki hægt. Og ekki boðlegt.

Afpantanir Íslandsferða yrðu færri, já eflaust mun færri, væri okrið hóflegra.

Skoðið midjan.is

Sigurjón M. Egilsson.

Dragið úr fjandans okrinu

Áður en við tökum umkvartanir ferðaþjónnustunnar inn á okkur, verðum við að gera þá kröfu að fyrst verði dregið úr hinu gegndarlausa okri, sem er stundað og hefur verið stundað hér á landi.

Vissulega er gengi krónunnar afbrigðilega hátt. Aðrar atvinnugreinar eiga meira bágt en ferðaþjónustan. Nýusköpunarfyrirtæki eiga sannarlega erfitt vegna stöðu krónunnar. Af þeim má hafa áhyggjur, langtum frekar en ferðaþjónustunni.

Ferðaþjónustan getur byrjað á að laga til heima fyrir. Hvergi, svo vitað sé, kosta bílaleigubílar meira en hér á landi. Fátítt er að hótel, og önnur gisting, kosti meira í öðrum löndum en hér hjá okkur. Sama má segja um veitingar hér og þar. Flest er á sömu bókina lært. Okkur blöskrar.

Meira að segja kostar kalt vatn komið á flösku nokkru meira en bensínlítri, sem þó er sogaður upp úr jörðinni fjarri Íslandsstörndum, unninn í olíuhreinsunarstöð og ég veit ekki hvað. Síðan er siglt með hann langa leið. Hingað kominn á dælu, með öllum álögum olíufélaganna, sköttum ríkisins og öllu heila klabbinu, kostar hann minna en kalt íslenskt vatn á plastflöksu. Þetta er bara ekki hægt. Og ekki boðlegt.

Afpantanir Íslandsferða yrðu færri, já eflaust mun færri, væri okrið hóflegra.

Sjá midjan.is

Sigurjón M. Egilsson.