Monthly Archives: júlí 2009

Hótanir

Blankir fjölmiðlar og blankir fjölmiðlamenn lesi þessi orð Björgólfs Thors:
„Þá hef ég óskað eftir því við lögmann minn að hann kanni stöðu mína í því flóði skipulagðs óhróðurs, véfrétta og lyga sem vef- og fjölmiðlar á Íslandi hafa tekið að sér að dreifa um mig og fyrirtæki mín. Ég tel þetta mál vera grafalvarlegt og mun ég sækja rétt minn eins fast og hægt er.”
Ekki minnsti vafi að hann hótar. Svo er að sjá hvaða áhrif þetta hefur. Karl Wernersson ætlar í mál. Kannski verða sumir sækjendur í einkamálum en verjendur í opinberum. Það verður nóg að gera hjá lögmönnum og dómurum, ef fer sem horfir

Tapas á Þingvöllum

Jóhanna SigurðardóttirEftir að Alþingi samþykkti aðildarumsókn að Evrópusambandinu blés Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra til veislu í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum.

Niðurstöðunni var fagnað með flokksfólki, drukkið og tapas borðað. Heimildarmaðurinn er ekki viss hvort Jóhanna borgaði, Samfylkingin eða við, það er ríkið. Eða kannski einhver allt annar. Vonandi bara ekki auralaus ríkissjóður.

Njósnað í Bónus

Jón Gerald Sullenberger mætti ásamt tveimur fylgdarmönnum í Bónus við Krepputorg, meina Korputorg, þar sem þeir skoðuðu verð og vörur. Stöldruðu mest við þvottaefni sem kallast Milda. Samkeppnin eykst innan skamms.

Trúi ekki

Ekki er nokkur leið að ætla að útrásargaurarnir stefni Stöð 2. Hafi þeir orðið fyrir skaða er hann hverfandi á við þann skaða sem þeir hafa valdið þjóðinni. Ekki er nokkur leið að nokkur maður verði svo lítill að hann stefni þar sem þeir eru móðgaðir.  Á sama tíma og efnahagur allra heimila og allra fyrirtækja er í kalda koli, og hvers vegna? Það er skaði, ekki móðgun.

Davíð og Icesave

DoddurLas Moggann. Þar kemur fram að ef allt fer á besta veg verður skaðinn af Icesave um 370 milljarðar. Það er ef 95 prósent innheimtast. Það er ámóta há upphæð og gjaldþrot Seðlabankans, undir stjórn Davíðs, kostaði þjóðina. Ef ég man rétt hvað gjaldþrot Seðlabankans var mikið.