Category Archives: 1

Jónas Haralz á Sprengisandi

Aðalgestur Sprengisands á Bylgjunni á eftir verður Jónas Haralz. Lofa að Jónas segir margt sem öll okkar, sem hafa áhuga á að samfélaginu, höfum gagn og gaman af. Samanburður við fyrri tíma, hver staða okkar og hvað þarf að gera til að endurvinna það sem gera þarf. Þetta allt þekkir Jónas og veit.

Viðbrögðin við Icesave

SJSSteingrímur J.Sigfússon var gestur á Sprengisandi sunnudaginn 30. ágúst. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að heyra af viðbrögðum Breta og Hollendinga í þeirri viku sem þá var að hefjast.
Lengi á eftir var látið sem engin viðbrögð hefðu borist, en miðað við nýjustu fréttir er líka mögulegt að Steingrímur hafi farið rétt með á Sprengisandi í lok ágúst og viðbrögðin hafi borist miklu fyrr en sagt hefur verið. Sér í lagi ef miðað er við fréttir af flugferð Indriða H. Þorlákssonar 2. september.

Kærðir og dæmdir – Hér er það sem máli skiptir. Þrír kærðir og þrír dæmdir. Ég, Baldur og Reynir.

síða2síða4

Kærðir og dæmdir
Hér er það sem máli skiptir. Þrír kærðir og þrír dæmdir. Ég, Baldur og Reynir.

Dæmi um óréttlæti

Eins og í okkar tilfelli er maðurinn minn fyrirvinnan. Við eigum fjögur börn á aldrinum þriggja til tíu ára, við tókum á sínum tíma þá ákvörðun að ég yrði heima meðan börnin væru lítill og maðurinn minn myndi sjá fyrir fjölskyldunni með að fara á sjó.
Við erum gift, samsköttuð og allt sem því fylgir.
Síðan núna er búið að setja á þennan hátekjuskatt, það hvarlaði ekki annað að okkur en þetta væri samanlagt 700 þús og svo 700 þús fyrir mig þar sem við erum jú, gift og samsköttuð. Við fórum svo að athuga þetta og komumst að því að þetta er 700 þús fyrir okkur bæði því hátekjuskatturinn sé einstaklingsmiðaður en ekki tekið mið af samanlögðum tekjum hjóna.
Í þessu er ekkert tekið tilllit til fjölskyldustærðar né annað og eins og ég var búin að koma að þá eigum við fjögur börn og því fylgir að við þurfum stærra húsnæði, stóran bíl og góðan slatta af útgjöldum eins og gengur og gerist þegar fólk á mörg börn….sem kallar á hærri tekjur hjá manni sem er einn að sjá fyrir 6 manna fjölskyldu.
Síðan geta hjón verið bæði að vinna úti og jafnvel bara með eitt barn, og það má þá hafa sitt hvort 700 þús kallinn, eða 1400 þús saman áður en þau fara að borga hátekjuskatt. Eini munurinn þarna er að það eru TVEIR að vinna fyrir EINU heimili í staðinn fyrir hjá okkur er EINN að vinna fyrir EINU heimili. Þegar minn maður er kominn með upp í 1400 þús í laun er hann búinn að borga hátekjuskatt frá 700 þús, en þessu hjón borga engan hátekjuskatt…….þetta eru tugir þúsunda sem er verið að mismuna fólki með í hverjum einasta mánuði.
Og ég sé svakalega mikið eftir þessum pening þegar svona eru búið um hlutina.  Ég tek það fram að ég er í sjálfu sér ekki á móti að borga hátekjuskatt því maður veit að eitthvað þarf að gera…..bara ekki í því formi sem þetta er sett fram núna.
EN svo þegar kemur að því að fá barnabætur eða vaxtabætur þá er allt í einu tekið mið að samanlögðum tekjum hjóna og þar sem maðurinn minn hefur það miklar tekjur (sem betur fer) þá fæ ÉG engar barnabætur…
þarna er þetta einstaklingsmiðaða bla,bla,bla allt í einu fokið út um veður og vind !!!
Svo er það annað sem er líka allt í lagi að koma að, það er að hátekjuskattur er alltaf greiddur um hver mánaðarmót og þannig að ef einstaklingur er vegna einhverra hluta vegna með tekjur yfir 700 þús einn mánuðinn og undir mörkum alla aðra mánuði þá þarf hann samt að borga hátekjuskatt af þessum eina mánuði, svo ætlar ríkið að liggja með peninga þessa einstaklings og endurgreiða honum í ágúst á næsta ári ef hann hefur ofgreitt, því þetta er svo jafnaðu út yfir árið þannig að ef hann hefur greitt hátekjuskatt t.d bara einn mánuð á árinu og er undir alla aðra mánuði þá á hann inni hjá ríkinu
Ég er bara ekki að sjá rökin í þessu og finnst þetta alveg gjörsamlega siðlaust og spyr mig hvort þetta hreinlega standist lög.
Ég hringdi í Lilju Mósesdóttur og spurði hana út í þetta því ég var bara ekki að trúa þessu og jú fékk að vita að svona væri þetta, svarið sem ég fékk var nú ekki beisið því hún sagði mér að að það væri val um að búa í einstaklingsmiðuðu þjóðfélagi og svo eitthvað sem ég man ekki orðið á en það var semsagt samanlagðar tekjur hjóna, og þau hefðu valið að lifa í einstaklingsmiðuðu þjóðfélagi….ég spurði hana þá hvort ég passaði þá bara ekkert inni þetta þjóðfélag og þá tjáði hún mér að ég hefði alveg val um hvort ég vildi vinna úti eða ekki…..en stundum eru hlutirnir bara þannig að það er ekki spurt að því hvort maður vilji eða vilji ekki þar sem aðstæður hjá fólki eru misjafnar og aðstæðurnar hjá okkur eru þannig að ég get ekki unnið úti.
Ég spurði hana þá hvort ég fengi þá ekki fullar barna og vaxtabætur þar sem ég sýndi ekki fram á nein laun þar sem við lifðum í einstaklingsmiðuðu þjóðfélagi og þá var heldur betur fátt um svör og sagði hún mér að þetta væri ekki alveg gallalaust !!!!!
Ég sendi VG póst fyrir kostningar og spyrði í sambandi við hátekjuskatt og eignarskatt þar sem ég var mjög efins um hvað ég átti að kjósa og leyfi svarinu að fylgja hér með sem ég fékk:

Kærar þakkir fyrir fyrirspurnina.

Skattatillögur Vinstri grænna ganga útfrá því að einungis þær tekjur sem einstaklingar hafa umfram 500.000 krónur bera 3% hátekjuskatt, og einungis þær tekjur sem einstaklingar hafa umfram 800.000 krónur bera 8% hátekjuskatt.

Þetta þýðir til að mynda að einstaklingur sem hefur 550.000 krónur í mánaðarlaun greiðir 3% hátekjuskatt af 50.000 krónum, samtals 1500 krónur. Á sama hátt greiðir einstaklingur sem hefur 850.000 krónur í mánaðarlaun 3% skatt af 300.000 krónum og 8% skatt af 50.000 krónum, samtals 13.000 krónur.

Tillögurnar taka mið af því að hjón og fólk með sameiginlegan fjárhag megi hafa 1.000.000 kr í mánaðartekjur án þess að greiða hátekjuskatt og 1.600.000 kr í mánaðarlaun án þess að fara inn á 8% þrepið. Þetta þýðir að ef annar einstaklinga með sameiginlegan fjárhag hefur 700.000 krónur í tekjur en hinn aðeins 300.000 krónur sleppa hjónin við að borga hátekjuskatt. Ef annar einstaklinganna er með 1.200.000 krónur í mánaðarlaun en hinn 400.000 krónur greiða hjónin aðeins 3% hátekjuskatt af þessum 600.000 krónum sem þau hafa í tekjur umfram milljón, en þurfa ekki að greiða 8% hátekjuskatt.

Tillögurnar taka einnig mið af því að fólk geti verið með misjafnlega háar tekjur yfir árið. Einstaklingur þarf ekki að greiða hátekjuskatt nema hann hafi meira en 6.000.000 krónur í árstekjur, sama hvernig launin dreifast á launatímabil ársins.

Með þessum tillögum er verið er dreifa skattbyrðinni með auknum hætti á hátekjufólk og aðstæður skapaðar til að verja fólk með lágar tekjur og millitekjur.

Hvað eignaskattinn varðar, þá hefur hann aðeins verið nefndur sem tillaga sem hvorki er að finna í stefnuskrá okkar eða kosningaáherslum. Allar hugmyndir um eignaskatt miða einungis að því að leggja örlítið álag á stóreignafólk með mjög háar tekjur, alls ekki venjulegar fjölskyldur í eigin íbúðarhúsnæði. Slíkt kæmi aldrei til greina og stríðir gegn stefnu Vinstri grænna um félagslegt réttlæti.

Með von um að þetta svari spurningum þínum.

Bestu kveðjur,

Þórunn Ólafsdóttir „

Eitthvað hefur þetta skolast til hjá þeim, enda ekkert nýdæmi að kostningloforð séu svikin.

Nýr Seðlankastjóri

Þetta var skrifað 31. maí.

Nú segja heimildir að búið sé að ákveða að Már Guðmundsson verði Seðlabankastjóri. Aðrir umsækjendur eigi ekki möguleika. Ef svo er þá er það svo sem ekkert nýtt þegar skipað er í bestu embættin hér hjá okkur, enda hefur fram að þessum síðustu og verstu tímum, verið talið að mesta spillingin á Íslandi sé skipan embætti. Síðustu afrek í viðskiptum og efnahagsmálum slá það vissulega út.
Aðrir umsækjendur, svo sem Arnór Sighvatsson og Þorvaldur Gylfason eiga enga möguleika, reynist heimildirnar réttar.

Vaxtabroddur

Ylræktarbændur búa við betri kjör nú en oft áður. Þeim er vel tekið á markaði og ljóst er að þeir geta selt meira en þeir framleiða. Meðal þess sem gerir vöru þeirra eftirsóknarverða er nálægðin við markaðinn og hversu góðar aðstæður eru hér, fyrir utan hvað rafmagnið er dýrt. En vatnið sem grænmetið er vökvað með er eðlilega með því besta sem gerist og sú staðreynd að grænmeti er að stórum hluta til ræktað í húsum við jafnan hita og jafna lýsingu hjálpar til við að rækta fyrsta flokks grænmeti.

„Okkur hefur gengið mjög vel að selja framleiðsluna. Þrátt fyrir mikla aukningu hefur svo til nánast allt selst. Stundum höfum við haldið að við værum að sprengja markaðinn, en hann virðist stækka og taka við allri framleiðslunni,“ segir Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna.

Íslenskir ylræktendur hafa sérhæft sig meira en áður var. „Þau búa sem hafa gengið best eru þar sem samhentar fjölskyldur hafa unnið saman. Og sérhæfing hefur aukist. Sumir eru kannski bara að rækta gulrætur meðan aðrir eru bara í tómötum og svo framvegis.“

Neytendur hafa tekið íslensku grænmeti mjög vel. „Okkar vegur hefur aukist. Neytendur hafa áttað sig á að það er mikill munur á gæðum, stundum er hann verulegur. Ferskleiki okkar vöru er það mikill. Við höfum kælibíla, umbúðir og pakkningar sem vernda vöruna og nálægðin við markaðinn er okkar í hag. Lífræn ræktun og lífrænar varnir auka á hollustuna sem eykur gæðin.“

Þrátt fyrir að neytendur taki íslensku grænmeti vel fer fjarri að íslenskur bændur anni öllum markaðnum en íslenskt grænmeti er kannski um þriðjungur alls þess grænmetis sem við borðum. Jafnvel allt að áttatíu prósent af agúrkum og aðeins um tíu prósent af paprikunni eru íslensk. „Það eru sóknarfæri en við megum ekki gleyma því að við búum á Íslandi. Það er ekki hægt að rækta allar tegundir allt árið á arðbæran hátt. Við munum seint getað ræktað allt það grænmeti sem við þurfum.“

 

Sjá viðtal við Knút Ármann tómatabónda í viðtalskaflanum hér á síðunni.

Ný þjóðasaga í Þjóðsögur.