Category Archives: Stjórnmál

Skrípaleikur á Akureyri

Þetta er bloggfærsla frá 9. júní. Hinir 53 umsækjendurnir um stöðuna áttu aldrei möguleika. Er þetta hið nýja Ísland.

En hér er mánaðargömul færsla, sem var greinilega byggða á traustum heimildum:

Rætt er um á Akureyri að næsti bæjarstjóri þar verði Eiríkur Björn Björgvinsson, sem nú er bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði. Eiríkur Björn hefur verið ágætlega vinsæll í starfi.
Sem kunnugt er fer L-listinn með stjórn bæjarins næstu fjögur árin, eftir að hafa náð hreinum meirihluta í kosningunum. Eitt af loforðum þess framboðs var að ráða bæjarstjóra, en ekki leita í eigin raðir eftir bæjarstjóra.
Svo herma heimildir að vilji hafi verið til að ráða Helgu Jónsdóttur, fráfarandi bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem bæjarstjóra í Kópavogi, en ekki náðist eining um það innan nýja meirihlutans þar í bæ.

Bæjarstjóri á Akureyri

Rætt er um á Akureyri að næsti bæjarstjóri þar verði  Eiríkur Björn Björgvinsson, sem nú er bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði. Eiríkur Björn hefur verið ágætlega vinsæll í starfi.

Sem kunnugt er fer L-listinn með stjórn bæjarins næstu fjögur árin, eftir að hafa náð hreinum meirihluta í kosningunum. Eitt af loforðum þess framboðs var að ráða bæjarstjóra, en ekki leita í eigin raðir eftir bæjarstjóra.

Bloggaði þetta 9. júní. 64 sóttu um. Treysti mínum heimildum og segi að Eiríkur Björn Björgvinsson verði ráðinn.

Pétur, hættu bara

„Mér er skapi næst að hætta bara. Þá skulu menn reyna að fá almennilegt fólk inn á þing þar sem ekki er borgað fyrir menntun eða reynslu. Ég fæ ekkert borgað fyrir menntunina mína, átta ára háskólanám, og er búinn að borga átta milljónir [í fimm prófkjörum] fyrir að fá þessa vinnu. Þetta er galið,“ segir Pétur Blöndal í samtali við Fréttablaðið í morgun þegar hann svaraði fyrir að hafa ekki gert grein fyrir styrk sem hann fékk. Segir einn mann hafa styrkt sig og að hann hafi ekki haft tíma til hringja í manninn og spyrja hvort það væri honum að meinalausu að Pétur upplýsti um styrkinn.
Þjóðin og þingið komast af þó Pétur hætti. Hann var í stjórnarflokki allan versta tímann í efnahagssögu þjóðarinnar. Komumst innst í öngstrætið með Pétri.  Get ekki ímyndað mér að það verði óyfirstíganlegt þó hann hverfi til annarra starfa.
Pétur stundar núna að tala um þá sem tóku gengislán að þeir hafi allir keypt jeppa. Þröngsýnn kall.

Framsókn í ríkisstjórnina

Siv Friðleifsdóttir lýsti vilja til að Framsókn bætist við ríkisstjórnina. Með skilyrðum. Þetta kom fram á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist reiðubúin til hjálpa ríkisstjórninni við að koma áfram breytingum á stjórnarráðinu, þrátt fyrir andstöðu innan vinstri grænna.
Ljóst er að ríkisstjórnarflokkarnir munu skoða þann möguleika á að fá Framsókn með í formlegt samstarf. Til þessa hefur ríkisstjórnin nánast þurft að díla um öll helstu mál meðal eigin þingmanna.
Það mun eitthvað gerast, á allra næstu dögum.

Innmúraðir og innvígðir

Innmúraðir og innvígðir tjá sig nafnlaust á eigin vef. Þar segir núna: „Smáfuglarnir telja að Hanna Birna hafi misstigið sig alvarlega með þátttöku í vitleysisgangi vinstrimanna í Reykjavík.“ Þessi setning sýnir í hugarheim innmúraðra og innvígðra.
Svo eru aðrir, sem eru innmúruðum og innvígðum ekki þóknanlegir, sem eru þeirrar skoðunar að Hanna Birna hafi umfram innmúraðra og innvígðra að skilið að kjósendur kölluðu eftir breytingum. Hefðbundnum stjórnmálaflokkum og hefðbundnum stjórnmálamönnum var hafnað. Það var ákall um breytingar. Hanna Birna áttar sig á því en innmúraðir og innvígðir ekki.

Met á met ofan

Miðað við þessi orð vinar míns Jóns Magnússonar, er ljóst að óhæfir stjórnendur halda áfram að koma okkur illa:
„Hagstjórnartríó ríkisstjórnarinnar, Jóhanna, Steingrímur og Gylfi viðskipta, eru greinilega verst til hagstjórnar fallin af stjórnendum Evrópu. Þetta hagstjórnartríó setur hvert Evrópumetið á eftir öðru í vondri hagstjórn.“
Þeir sem fóru með hagstjórnina áður hafa fengið eftirmæli sem eru ekki mýkri en Jón gefur núverandi. Og miðaða við það allt, er rétt að spyrja, ætlar þessu aldrei að linna?

Fyrst náið samráð

Þegar ég heyri að stjórnarandstaðan segir að ekki verði unnt að breyta ráðuneytum nema eftir náið samráð allra flokka, hljómar það sem ekkert sé hægt að gera nema flokkarnir fái fyrst að tryggja stöðu sína, og sinna. Þegar flokkarnir hafa síðan fengið það sem þeir geta sæst á, þá er hægt að breyta og spara. En fyrst verður að tryggja að flokkarnir fái sitt eða haldi nægilega miklu.
Enginn talar þó skýrar en Jón Bjarnason.

Lauslegur útreikningur

Það þarf að veita nýjum valdhöfum í Reykjavík aðhald. Þar er þáttur fjölmiðla veigamikill. Ríkisfréttastofan reyndi í gær, en skilaði af sér vondri frétt. Páll sjálfur las og tilkynnti að lauslegur útreikningur fréttastofu sýndi að það myndi kosta milljarða að uppfylla stefnumál nýja meirihlutans og gaf boltann yfir á Svavar Halldórsson. Hann endurtók, aðeins ítarlegra, það sem útvarpsstjórinn hafði sagt.
Það var engin niðurstaða í fréttinni, bara nokkrir milljarðar, ekkert hvernig þetta var reiknað, hvað eitt og annað myndi kosta, bara ekkert. RÚV bauð upp á reikningsdæmi þar sem ekki var sagt hvað var reiknað, hvernig og enga útkomu.
Þetta var einhver slappast frétt sem ég hef séð. Man ekki hvort þetta var fyrsta eða önnur frétt.
Það þarf að gera betur.

Hanna Birna

Tek ofan fyrir Hönnu Birnu. Hún hefur það framyfir marga Sjálfstæðismenn að skynja breytingarnar. Jón Gnarr er ekki bara breytingin. Kjósendur hafa breyst. Þeir sýndu í kosningunum að þeir vilja ekki lengur sama gamla háttinn.
Jón Gnarr bauð upp á breytingar. Það gerði L-listinn á Akureyri. En enginn í Hafnarfirði. Þar skilað fólk auðu eða sat heima. Lúðvík verður sennilega hrakinn úr embætti. Hann skilur ekki skilaboðin.
Hanna Birna gengur lengra en aðrir sem fóru halloka frá kosningunum. Þar með tekur hún stórt skref til helstu embætta í eigin flokki.
Fýlupúkarnir, sem horfa á allt sem þeir hafa lifað fyrir og byggt upp hrynja, munu sitja eftir. Sem betur fer.

Hvar eru fréttirnar?

Mikil ósköp eru þetta, engar fréttir af meirihlutasambandinu í Reykjavík. Ekkert sagt um hvort Hanna Birna ætlar að þekkjast boðið og ekki hvað Sóley Tómasdóttir fær, engar fréttir af hvernig málin verða lögð upp, m engar fréttir hvernig er verið að undirbúa samstarf í borgarstjórn, ekkert um fundi, hvar þeir eru eða neitt. Engir fréttamenn á vaktinni, engir að elta aðalleikarana.

Er Jón Gnarr friðhelgur?