Monthly Archives: júlí 2010

Skrípaleikur á Akureyri

Þetta er bloggfærsla frá 9. júní. Hinir 53 umsækjendurnir um stöðuna áttu aldrei möguleika. Er þetta hið nýja Ísland.

En hér er mánaðargömul færsla, sem var greinilega byggða á traustum heimildum:

Rætt er um á Akureyri að næsti bæjarstjóri þar verði Eiríkur Björn Björgvinsson, sem nú er bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði. Eiríkur Björn hefur verið ágætlega vinsæll í starfi.
Sem kunnugt er fer L-listinn með stjórn bæjarins næstu fjögur árin, eftir að hafa náð hreinum meirihluta í kosningunum. Eitt af loforðum þess framboðs var að ráða bæjarstjóra, en ekki leita í eigin raðir eftir bæjarstjóra.
Svo herma heimildir að vilji hafi verið til að ráða Helgu Jónsdóttur, fráfarandi bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem bæjarstjóra í Kópavogi, en ekki náðist eining um það innan nýja meirihlutans þar í bæ.