Peðsfórn

Það er ekki nokkur leikur í vanda Sjálfstæðisflokksins að hafa látið Andra Óttarsson fara sem framkvæmdastjóra. Hann var nýbyrjaður í starfi sem framkvæmdastjóri og er sannanlega ekki sá sem leitaði eftir risastyrkjunum og alls ekki sá sem samþykkti að taka við þeim.
Augu allra beinast að kjörnum fulltrúum flokksins, á Alþingi eða í sveitastjórnum. Til að mynda í borgarstjórn. Aðeins ein leið er til, að þeir sem báðu um styrkina og samþykktu þá víki. Bjarni Benediktsson hefur bara páskana til að leiða málið til lykta. Annað er fráleitt.
Þess vegna koma stórar fréttir af Sjálfstæðisflokknum. Geri þeir ekkert. Verður að stærsta fréttin.

Post a comment or leave a trackback: Trackback URL.

Athugasemdir

  • Nýi Dexter  On apríl 11, 2009 at 9:06 f.h.

    Svartur á leik.

  • Adda  On apríl 11, 2009 at 2:51 e.h.

    Nokkrir aðilar hlupu greinilega á sig og létu kappið bera skynseminni ofurliði. Bjarni verður og mun taka á þessu strax. Hitt er annað mál að á þessum tíma voru engin lög um framlög til flokka og þá gilti bara brjóstvitið og að hlusta á hjartað í sér. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka á þessu og innri endurskoðun mun vafalaust fara fram. Ef þetta væru venjuleg vinnubrögð væri ekki svona mikið uppnám í flokknum, þetta uppnám er sönnun þess að 99% flokksmanna vill ekki svona framlög. Nú eru aðrir tímar og aðrar vinnuaðferðir og ný forysta í Sjálfstæðisflokknum.

    Það sem mestu skiptir hér er að einhverjir hafa setið á þessum upplýsingum til þess að nota gegn Sjálfstæðisflokknum örfáum dögum fyrir kosningar til þess að afvopna hann og koma í veg fyrir að stefnuskrá hans og aðgerðaráætlun nái eyrum og athygli almennings.

    Eingöngu er hægt að stóla á Sjálfstæðisflokkinn til þess að horfa út úr vandanum og sýna fram á lausnir úr kreppunni en ekki bara plástur á sárið. Sjálfstæðisflokkurinn veit að það verður í höndum einstaklingsframtaksins en ekki ríkisins að byggja hér upp að nýju. Það verður að opna en ekki loka öllu í höftum og aðferðum til að læra að lifa með vandanum í stað þess að takast á við hann og leysa vandamálið.

Færðu inn athugasemd