Monthly Archives: september 2009

Viðbrögðin við Icesave

SJSSteingrímur J.Sigfússon var gestur á Sprengisandi sunnudaginn 30. ágúst. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að heyra af viðbrögðum Breta og Hollendinga í þeirri viku sem þá var að hefjast.
Lengi á eftir var látið sem engin viðbrögð hefðu borist, en miðað við nýjustu fréttir er líka mögulegt að Steingrímur hafi farið rétt með á Sprengisandi í lok ágúst og viðbrögðin hafi borist miklu fyrr en sagt hefur verið. Sér í lagi ef miðað er við fréttir af flugferð Indriða H. Þorlákssonar 2. september.

Davíð og eigendur Moggans

Í júní í fyrra hitti ég þekktan kaupsýslumann, sem þá var ofmetinn af þjóðinni, miðað við stöðu hans í dag. Honum hafði þá nýverið verið boðið að vera meðal væntanlegra kaupenda Moggans. Hitti svo sama mann aftur og þá hafði planið tekið breytingum. Ég bloggaði um þetta:


„Svo langt gengur sagan um framtíð
Morgunblaðsins að aðalbankastjóri Seðlabankans er sagður safna mönnum saman í sameiginlegt eignarhald á blaðinu. Fjárfestir hefur fullyrt þetta og sagði að auki væri vilyrði fyrir því að fjögurra milljarða króna skuld Árvakurs verði ekki vandamálið. Skuldinni verði skipt í tvennt, annar hlutinn verði hlutafé og hinn verði víkjandi lán.


Hljómar of ótrúlega til að vera satt. Seint í gær kom samt önnur fullyrðing á þessu ferli. Það er að aðalbankastjóri
Seðlabankans sé að safna liði til að komast yfir Árvakur, útgáfufyrirtæki Moggans, og lofi því að skuldir ríkisbankans Glitnis, verði ekki vandamálið.


Þrátt fyrir hver er sagður stjórna ferlinu hafa margir sem hefur verið leitað til afþakkað þátttöku. Tapið á rekstri
Moggans er það mikið að þeir sem hefur verið talað við segja lífsins ómögulegt að reka blaðið án gífurlegra breytinga á rekstri þess. Þau áform eru ekki í planinu sem Davíð er sagður vera talsmaður fyrir.“
Ég veit að þetta var planið á þessum tíma, hvort Davíð hafi safnað hópnum saman sem síðar keypti Moggann er ég ekki viss um. En samt hefur margt af þessu gengið eftir. Ekki var gert ráð fyrir að Davíð yrði ritstjóri. Sem kannski og sennilegast verður ekki.

Að tjaldabaki

Aðalverktakar, ÍAV, stóðu að útboði á vararafstöð fyrir gagnaver Verne Holdings ehf á gamla hersvæðinu á Keflavíkurflugvelli.  Tilboðin voru opnuð í kyrrþey, sem eru náttúrulega ekki beint spennandi. Eftir nokkurn tíma var tilkynnt að tilboði Heklu, sem er með umboð fyrir Caterpillar, hefði verið tekið. Vikur liðu og svo fór að Hekla sagði sig frá tilboðinu, treysti sér ekki til að standa við tilboðið.
Þá var leitað til umboðs fyrir Cummins á Íslandi, sem er Vélasalan, og spurt hvort fyrirtækið treysti sér til að standa við tilboð sem var lagt inn um þremur mánuðum fyrr. Aftur var kallað á erlenda sérfræðinga, dagar og nætur náðu saman við útreikninga og annað sem gera þurfti. Niðurstaðan var; jú, Vélasalan og Cummins treystu sér til að standa við sitt þriggja mánaða tilboð.
Svo liðu einhverjir dagar og Vélasalan bjó sig undir viðskiptin. Boð bárust, ÍAV hafði tekið ákvörðun um að halda sig við Heklu, sem hafði jú áður sagt sig frá eigin tilboði.
Tvöföld vinna Vélasölunnar og Cummins var því unnin til einskis.
Ef minnið bregst mér ekki eru bæði Aðalverktakar og Hekla í eigu ríkisins og svo er grunur um að ekki sé langt á milli þeirra sem þessum kompaníum ráða.
Mörg fyrirtæki berjast dag frá degi og munar um hverja krónu. Snúningarnir sem voru teknir á Vélasölunni varðandi vararafstöðvar í gagnaverið eru sennilega ekki einsdæmi. Þetta er bara ekki þolandi.
Ónákvæmni, ef er, er mín, ekki heimildarmanns.

Sögðum ekki frá

Ég var ritstjóri DV þegar Önnu Kristine Magnúsdóttur var hótað og þegar kortið hennar var gert óvirt og sagt stolið. Við ræddum þetta að sjálfsögðu. En ákveðið var að segja ekki frá. Ástæðurnar voru þessar.

Þegar þetta var, var mikið álag á ritstjórninni. Við vorum ekki mörg þegar við fyrst fjölmiðla hófum frásagnir af Breiðavíkurmálinu. Eins voru fáir reyndir blaðamenn í hópnum. Einsog fólk man brotnuðu viðmælendur saman þegar þeir voru í Kastljósinu, sem vann sína vinnu með miklum sóma og nærgætni. Viðmælendur DV áttu einnig erfitt, sumir töluðu bæði við DV og Kastljósið. Á ritstjórn DV var oft þungur andi. Viðmælendur í áfalli, blaðamenn og ég að reyna að hugga, verja, hvetja og sýna eins mikla nærgætni og við frekast gátum.

Anna Kristine hefur lengi starfað við fjölmiðla og tekið mörg glæsileg viðtöl. Reynsla hennar af mannlegum samskiptum, framkoma hennar og þroski kom að miklu gagni. Hún hafði reyndar ekki oft verið i erfiðustu fréttamálunum. Við tvö göntuðumst stundum með það að loknum löngum vinnudögum, þegar við höfðum klárað erfið viðtöl og samtöl. Mér reyndist Anna sérlega vel á þessum tíma og ég sagði henni oft hvernig mér leið og hún mér. Ég þurfti að hlusta á margt miðurgeðfellt í símtölum og fleira truflaði.

Þegar við byrjuðum að skrifa um Kumbaravog breyttist flest. Það varð meiri harka í samfélaginu. Meiri ónot. Önnu var hótað og krítarkortið hennar gert að vákorti. Oft ræddum við þetta. Niðurstaða mín var eftirfarandi og Anna Kristine var mér sammála.

Ég er þeirrar skoðunar að fjölmiðlar segi ekki fréttir af eigin erfiðleikum við öflun frétta, ekki af hótunum sem blaðamenn verða fyrir, ekki af ónotum og óþægindum. Af langri reynslu við fréttaskrif og fréttastjórn hef ég oft orðið fyrir hótunum, leiðindum, ógnunum og fleiru. Mér finnst það bara ekki skipta svo miklu máli og ekki ástæða til að segja frá.  Kannski koma réttir tíma til þess í framtíðinni. En vandi blaðamannsins má ekki skyggja á fréttina.

Svo er annað sem við Anna Kristine ræddum. Það var að bágindi viðmælenda okkar voru meiri en okkar og áttu meira erindi við lesendur.

Umfram allt var niðurstaða okkar að vekja ekki máls á þessu í DV, þar sem við störfuðum. Ég er enn sannfærður um að við gerðum rétt. Við hefðum veitt öðrum fjölmiðla upplýsingar hefðu þeir leitað eftir því. Svo varð ekki. Ég sagði frá kortamálinu hér á síðunni minni um daginn. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar skýrslan kom út.

Veit að það skiptir ekki mestu, en ég hef aldrei unnið mál sem var eins erfitt, eins krefjandi og tók eins mikið af orku og þessi mál; Breiðavík, Kumbaravogur, Bjarg og Silungapollur og ég hugsa oft til baka og mér finnst undarlegt hversu sterk og samhent fámenn og til þess að gera reynslulítil ritstjórn vann í raun vel.

Læirmeistari minn, Jónas Kritjánsson, segir að starfsfólk ritstjórnar megi ekki vera frægðarfólk í eigin fjölmiðli. Hárrétt hjá honum.

Fórnarlömb Kumbaravogs verða á Sprengisandi í fyrramálið. Skora á áhugasama að hlusta.

e.s. ég er orðinn vanur að fá ónot í andsvörum hér á blogginu og það gerir ekkert til. Bið samt þá, sem kunna að skrifa athugasemdir, að gæta sín varðandi annað fólk. Þolendur dvalarinnar á Kumbaravogi eru í sárum eftir að skýrslan kom út og við verðum að virða tilfinningar þeirra.

Kærðir og dæmdir – Hér er það sem máli skiptir. Þrír kærðir og þrír dæmdir. Ég, Baldur og Reynir.

síða2síða4

Kærðir og dæmdir
Hér er það sem máli skiptir. Þrír kærðir og þrír dæmdir. Ég, Baldur og Reynir.

Siðlaus siðanefnd

Siðlaus siðanefnd
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur  úrskurðað að ég hafi brotið alvarlega gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Það er vegna fréttar í DV sem var skrifuð og birt einu og hálfu ári eftir að ég hætti á blaðinu. Vonandi er þetta met í fáránleika.
Mér er fjandans sama um hvað málið er eða hvernig það er tilkomið. Það sem ég get ekki sæst á er að þegar kæra berst siðanefndinni, þar sem ég er kærður, að ég fái ekkert af því að vita, fái ekki möguleika á að bera hendur fyrir höfuð mér. Ég hefði krafist þess að málinu yrði vísað frá með einföldum rökum. Ég hafði ekki starfað á DV í hálft annað ár þegar fréttir var skrifuð og hafði þess vegna ekkert með málið að gera. Auk þess var ég hættur hjá Birtíngi, útgáfufélagi DV.
Mér finnst þetta ekki einu sinni fyndið.  Það ágæta fólk sem úrskurðaði mig brotlegan á siðareglum, þó ég hafi hvergi komið nærri, skiptir mig í raun engu máli og ég vonandi ekki þau. Það sem ég er að skrifa skiptir alla blaðamenn máli. Siðanefnd Blaðamannafélagsins er skipuð fólki sem ekki veit hverjir eru ritstjórar þeirra fáu blaða sem eru gefin út á Íslandi.Það er alvarlegt. Ef kæran hefði verið gegn Ellert B. Schram fyrrverandi ritstjóra má ætla að siðanefndin hefði dæmt hann brotlegan.
Mér kemur í hug að siðanefnd Blaðamannafélagsins  sé einsog leigubílstjóri sem veit ekki hvar Grandagarður er eða Ármúli.
Til fróðleiks fyrir fulltrúa í siðnefnd ætla ég að skrifa eftir minni: Á Íslandi eru gefin út tvö dagblöð. Mogginn þar sem ritstjóri er Ólafur Stephensen og Fréttablaðið, þar sem Jón Kaldal er ritstjóri. Svo er gefið hálfdagblað (kemur út 3svar í viku) DV þar sem eru ritstjórar Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason. Ríkið er með tvær fréttastofur þar sem fréttastjóri er Óðinn Jónsson og fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis er Óskar Hrafn Þorvaldsson. Flóknara er þetta nú ekki. Svo eru nokkrir minni fjölmiðlar, flestir á vegum Birtíngs og á heimasíðu þess félags má sjá hverjir eru ritstjórar fjölmiðlanna.
Ég geri ráð fyrir að fulltrúar blaðamanna  í siðanefnd segir af sér.

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur  úrskurðað að ég hafi brotið alvarlega gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Það er vegna fréttar í DV sem var skrifuð og birt einu og hálfu ári eftir að ég hætti á blaðinu. Vonandi er þetta met í fáránleika.

Mér er fjandans sama um hvað málið er eða hvernig það er tilkomið. Það sem ég get ekki sæst á er að þegar kæra berst siðanefndinni, þar sem ég er kærður, að ég fái ekkert af því að vita, fái ekki möguleika á að bera hendur fyrir höfuð mér. Ég hefði krafist þess að málinu yrði vísað frá með einföldum rökum. Ég hafði ekki starfað á DV í hálft annað ár þegar fréttir var skrifuð og hafði þess vegna ekkert með málið að gera. Auk þess var ég hættur hjá Birtíngi, útgáfufélagi DV.

Mér finnst þetta ekki einu sinni fyndið.  Það ágæta fólk sem úrskurðaði mig brotlegan á siðareglum, þó ég hafi hvergi komið nærri, skiptir mig í raun engu máli og ég vonandi ekki þau. Það sem ég er að skrifa skiptir alla blaðamenn máli. Siðanefnd Blaðamannafélagsins er skipuð fólki sem ekki veit hverjir eru ritstjórar þeirra fáu blaða sem eru gefin út á Íslandi.Það er alvarlegt. Ef kæran hefði verið gegn Ellert B. Schram fyrrverandi ritstjóra má ætla að siðanefndin hefði dæmt hann brotlegan.

Mér kemur í hug að siðanefnd Blaðamannafélagsins  sé einsog leigubílstjóri sem veit ekki hvar Grandagarður er eða Ármúli.

Til fróðleiks fyrir fulltrúa í siðnefnd ætla ég að skrifa eftir minni: Á Íslandi eru gefin út tvö dagblöð. Mogginn þar sem ritstjóri er Ólafur Stephensen og Fréttablaðið, þar sem Jón Kaldal er ritstjóri. Svo er gefið hálfdagblað (kemur út 3svar í viku) DV þar sem eru ritstjórar Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason. Ríkið er með tvær fréttastofur þar sem fréttastjóri er Óðinn Jónsson og fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis er Óskar Hrafn Þorvaldsson. Flóknara er þetta nú ekki. Svo eru nokkrir minni fjölmiðlar, flestir á vegum Birtíngs og á heimasíðu þess félags má sjá hverjir eru ritstjórar fjölmiðlanna.

Ég geri ráð fyrir að fulltrúar blaðamanna  í siðanefnd segir af sér.

Kumbaravogur og kreditkortið

Kumbaravogur og kreditkortið
Þegar við, sem vorum á ritstjórn DV, snemma árs 2007 réðumst í það að skrifa um Breiðavíkurdrengina og fólk sem var nauðugt á öðrum viststofnunum, gekk á ýmsu. Mest var umfjöllunin um Breiðavík og ekki skemmdi eftirfylgni Kastljóssins um það mál.
En við fjölluðum líka um Kumbaravog, Bjarg, Silungapoll og fleira. Blaðamaðurinn sem annaðist mest umfjöllunina um Kumbaravog sagði mér, en ég var ritstjórinn, að hún yrði fyrir allskyns ónotum og hótunum. Sem reyndur blaðamaður sagði ég henni að taka ekkert mark á þessu. Bætti við, að iðulega sé blaðamönnum hótað, en hótunum sé aldrei fylgt eftir, allavega sjaldnast.
Mest ónot blaðamannsins voru þau að forstöðumaðurinn á Kumbaravogi var faðir Halldórs J. Kristjánssonar, sem var bankastjóri Landsbankans, þegar þetta var. Blaðamaðurinn hafði fengið að vita að Halldóri mislíkaði skrifin um föður sinn.
Síðan gerist það að blaðamaðurinn er við helgarinnkaupin í Bónusverslun. Það var löng röð við hvern kassa. Það kom að blaðamanninum. Vörur settir á borðið og skannaðar og starfsmaðurinn sagði hvað helgarinnkaupin kostuðu, blaðamaðurinn rétti kortið sitt, starfsmaðurinn renndi því í geng og sagði, þetta er stolið kort. „Stolið,“ stundi blaðamaðurinn upp. Svo fullyrti starfsmaðurinn og klippti kortið, ef ég man söguna rétt. Niðurlægingin varð algjör. Maður aftur í röðinni, kom fram að kassanum, sagðist þekkja til blaðamannsins og sagðist viss, sem rétt var, að blaðamaðurinn væri ekki sú manngerð sem væri með stolið krítarkort. Maðurinn greiddi óbeðinn helgarinnkaup blaðamannsins og linaði þannig þjáningarnar.
Blaðamaðurinn hringdi í mig í kjölfarið. Ég gleymi aldrei hversu illa þetta hafði farið með þennan fína blaðamann.
Eftir helgina fékkst aldrei skýring á hvers vegna þetta var gert, en eftir stímabrak og bresti var blaðamanni boðsent nýtt krítarkort. Blaðamaðurinn var viss um að hótunum hefði verið framfylgt.
Þetta rifjaðist upp núna þegar skýrsla um Kumbaravog hefur litið dagsins ljós og sannar að allt sem skrifað var í DV um þetta mál snemma árs 2007 var hárrétt, sem við svo sem vissum allan tímann. En kannski sannast þarna að sannleikanum verður hver sannreiðastur.

Þegar við, sem vorum á ritstjórn DV, snemma árs 2007 réðumst í það að skrifa um Breiðavíkurdrengina og fólk sem var nauðugt á öðrum viststofnunum, gekk á ýmsu. Mest var umfjöllunin um Breiðavík og ekki skemmdi eftirfylgni Kastljóssins um það mál.

En við fjölluðum líka um Kumbaravog, Bjarg, Silungapoll og fleira. Blaðamaðurinn sem annaðist mest umfjöllunina um Kumbaravog sagði mér, en ég var ritstjórinn, að hún yrði fyrir allskyns ónotum og hótunum. Sem reyndur blaðamaður sagði ég henni að taka ekkert mark á þessu. Bætti við, að iðulega sé blaðamönnum hótað, en hótunum sé aldrei fylgt eftir, allavega sjaldnast.

Halldór_J_KristjánssonMest ónot blaðamannsins voru vegna þess að forstöðumaðurinn á Kumbaravogi var faðir Halldórs J. Kristjánssonar, sem var bankastjóri Landsbankans, þegar þetta var. Blaðamaðurinn hafði fengið að vita að Halldóri mislíkaði skrifin um föður sinn.

Síðan gerist það að blaðamaðurinn er við helgarinnkaupin í Bónusverslun. Það var löng röð við hvern kassa. Það kom að blaðamanninum. Vörur settir á borðið og skannaðar og starfsmaðurinn sagði hvað helgarinnkaupin kostuðu, blaðamaðurinn rétti kortið sitt, starfsmaðurinn renndi því í geng og sagði, þetta er stolið kort. „Stolið,“ stundi blaðamaðurinn upp. Svo fullyrti starfsmaðurinn og klippti kortið, ef ég man söguna rétt. Niðurlægingin varð algjör. Maður aftur í röðinni, kom fram að kassanum, sagðist þekkja til blaðamannsins og sagðist viss, sem rétt var, að blaðamaðurinn væri ekki sú manngerð sem væri með stolið krítarkort. Maðurinn greiddi óbeðinn helgarinnkaup blaðamannsins og linaði þannig þjáningarnar.

Blaðamaðurinn hringdi í mig í kjölfarið. Ég gleymi aldrei hversu illa þetta hafði farið með þennan fína blaðamann.

Eftir helgina fékkst aldrei skýring á hvers vegna þetta var gert, en eftir stímabrak og bresti var blaðamanni boðsent nýtt krítarkort. Blaðamaðurinn var viss um að hótunum hefði verið framfylgt.

Þetta rifjaðist upp núna þegar skýrsla um Kumbaravog hefur litið dagsins ljós og sannar að allt sem skrifað var í DV um þetta mál snemma árs 2007 var hárrétt, sem við svo sem vissum allan tímann. En kannski sannast þarna að sannleikanum verður hver sannreiðastur.

Númer 100

Sjaldan hefur íslenska karlalandsliðið staðið sig verr en það hefur gert að undanförnu. Liðið er með allra lökustu landsliðum í Evrópu og rétt sleppur við að vera í hundraðasta sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Ömurleg staðreynd.

Formaður KSÍ fullan hug á að halda áfram á sömu braut. Hann vill endurráða hinn lánlausa þjálfara, sem segist mjög sáttur við sitt verk. Hvert ætli markmið þessara manna sé? Hef sterkan grun að Atli hafi náð mun betri árangri með liðið, en varð samt að hætta þar sem hann þótti ekki standa sig nógu vel.

Fyrir hverja er þetta blessaða landslið?